Pútín í smákafbát

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er þekktur fyrir að hugsa vel um ofurmenniskennda ímynd sína. Í dag gerði hann það með því að leyfa fjölmiðlum að fylgjast með sér bregða sér um borð í smákafbát.

Pútín fór í smákafbátinn til að rannsaka skipsflak utan við strendur Krímeuskaga sem sagt er vera frá 11. öld. Flakið var uppgötvað fyrr á árinu. Fór kafbáturinn á 83 metra dýpi en Pútín hefur áður kafað á 1400 metra dýpi, að botni vatnsins Baikal, í áþekkum smákafbát.

Pútín er alræmdur fyrir uppátæki sín í fjölmiðlum en ein frægasta myndin af honum sýnir hann beran á ofan á hestbaki á ferð um bæinn Kyzyl í Síberíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert