Aukin bjartsýni meðal fjárfesta

Markaðir horfa til betri vegar, í bili.
Markaðir horfa til betri vegar, í bili. AFP

Hækkun varð á hlutabréfamörkuðum vestanahafs í dag, annan daginn í röð, en góðar fregnir heimafyrir bættu enn á bjartsýni fjárfesta eftir upplífgandi þróun á asískum og evrópskum mörkuðum.

Hækkun Dow Jones-vísitölunnar nam 2,27%, S&P-vísitalan hækkaði um 2,43% og Nasdaq um 2,45%.

Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í dag að hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi hefði numið 3,7% á ársgrundvelli, en gert hafði verið ráð fyrir 2,3% vexti.

Fregnirnar komu á hæla 5,34% hækkunar á mörkuðum í Shanghai, en þar með lauk versta fimm daga undanhaldi fjárfesta í tvo áratugi.

Bjartsýni virðist vera að aukast í kjölfar tveggja daga hækkunar vestahafs og hækkaði olíuverð um 10%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert