Þýskaland taki ekki á móti fleirum

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands. AFP

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, biður stjórnvöld í Þýskalandi að lýsa því yfir að þau muni ekki taka á móti fleiri flóttamönnum sem eru á leið í gegnum Evrópu.

Hann telur að ef dyr Berlínar standi flóttamönnum áfram opnar muni milljónir manna fara yfir landamæri Þýskalands. Þá gagnrýnir hann Austurríki fyrir að hafa leyft flóttamönnum að „koma inn á sitt yfirráðasvæði án hindrana.

Orban segir einnig að margir þeirra sem hafi farið frá í gegnum Tyrkland, Grikkland, Makedóníu og Serbíu væru ekki flóttamenn í hættu, heldur hælisleitendur sem heilluðust af kostum þýsks lífsstíls.

Ungverjaland mun loka landamærum landsins að Serbíu á næstu dögum til að koma í veg fyrir að flóttamenn og hælisleitendur reyni að fara þar í gegn. Verið er að byggja girðingu sem verður 3,5 metrar á hæð en áður var búið að koma fyrir gaddavír til að koma í veg fyrir að fólk færi yfir landamærin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert