Hvetur ríki ESB til dáða

Flóttafólk að reyna að ylja sér í Roszke þar sem …
Flóttafólk að reyna að ylja sér í Roszke þar sem það bíður eftir því að geta haldið för sinni áfram. AFP

Á milli 400 og 500 flóttamenn brutust í gegnum varnargirðingu ungversku lögreglunnar í Roszke, skammt frá landamærum Serbíu, þar sem flóttafólk þarf að bíða eftir því að vera flutt á skráningarmiðstöð í nágrenninu. 

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, hvatti í dag ráðherra ríkja ESB til að styðja við áætlun sem miðar að því að ríkin taki að sér 160 þúsund flóttamenn. Móttaka flóttamannanna sé samvinnuverkefni og vonast hann til þess að Evrópuráðið samþykki það á fundi sínum 14. september.

Að sögn Juncker koma 120 þúsund flóttamannanna  frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi þar sem þeir bíða eftir hæli. Áður hafði verið ákveðið að ESB ríkin tækju við 40 þúsund flóttamönnum frá Ítalíu og Grikklandi.

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hvetur ESB til þess að samþykkja kvótaskiptingu varðandi móttöku flóttafólks. Aðildarríkin verði öll að taka að sér ákveðinn fjölda flóttamanna.

Frá Roszke
Frá Roszke AFP
Frá Roszke í morgun
Frá Roszke í morgun AFP
Þorpið Roszke er á landamærum Ungverjalands og Serbíu en þangað …
Þorpið Roszke er á landamærum Ungverjalands og Serbíu en þangað koma þúsundir flóttamanna á hverjum degi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert