Minnisbók Hollywood-maddömunnar á uppboð

Heidi Fleiss.
Heidi Fleiss. Af Wikipedia

Minnisbók maddömunnar Heidi Fleiss er sögð vera að fara á uppboð á eBay á morgun, mánudag. Í henni er að finna nöfn á vændiskaupendum úr röðum þekktra í Hollywood.

Í frétt New York Post um málið segir að líklega fari nú skjálfti um marga fyrrverandi viðskiptavini Fleiss. Í skráningunni á eBay kemur fram að í minnisbókinni sé m.a. að finna nöfn ríkra og frægra Hollywood-stjarna, tónlistarmanna, íþróttamanna, stjórnmálamanna og einnig kvennanna sem unnu fyrir Fleiss er hún stjórnaði umfangsmikilli vændisþjónustu í Los Angeles í mörg ár.

Í frétt á slúðurvef Perez Hilton segir að eigandi minnisbókarinnar frægu hafi í dag greint frá því að hann hyggst birta eitt nafn af kúnnalistanum á dag næstu tíu daga. Nafnbirtingunni verður hætt ef boðnir verða 100 þúsund dalir í bókina eða meira. 

Fleiss er 49 ára gömul. Aðeins 22 ára var hún farin að stjórna vændissölu. Árið 1996 var hún dæmd í fangelsi fyrir skattsvik. 

Hér má lesa frekar um líf Fleiss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert