Fimmtán ár fyrir spillingu

Bensínstöð olíufyrirtækisins Petrobras í Ríó de Janeiro.
Bensínstöð olíufyrirtækisins Petrobras í Ríó de Janeiro. AFP

Fyrrverandi gjaldkeri Verkamannaflokksins, flokks Dilmu Rousseff, forseta, var dæmdur í fimmtán ára fangelsi vegna aðildar sinnar að viðamiklu spillingarmáli sem tengist ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Hann var sakaður um að taka við mútum frá verktökum og veita fénu til flokksmanna.

João Vaccari var fundinn sekur um spillingu, peningaþvætti og samsæri. Hann hlaut fimmtán ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sannað væri að verktakar Petrobras hafi mútað nokkrum stjórnendum olíurisans í skiptum fyrir bitastæðari samninga.

Sumar þessara greiðslna eru sagðar hafa runnið til háttsettra stjórnmálamanna, í flestum tilfellum flokksmanna Verkamannaflokksins. Petrobras hefur áætlað að fyrirtækið hafi tapað tveimur milljörðum dollara á þessum svikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert