Lögregla skaut byssumanninn til bana

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Wikipedia

Byssumaðurinn sem skaut tíu manns til bana í háskóla í Oregon-ríki í Bandaríkjunum lést af völdum skotsára sem hann hlaut þegar lögregla réðst til atlögu gegn honum til þess að yfirbuga hann. Þetta staðfestir lögreglustjórinn John Hanlin í samtali við CNN.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir um skotárásina létust tíu manns og yfir 20 særðust þegar byssumaðurinn hóf skotárásina í Umpquca-háskóla í Oregon-ríki.

Frétt mbl.is: Tíu skotnir til bana í bandarískum háskóla

Lögregla rannsakar nú árásina og tildrög hennar, og skoðar m.a. færslur sem hinn grunaði, sem talinn er vera á þrítugsaldri, setti á samfélagsmiðla fyrir árásina.

Kvöldið fyrir árásina er hinn meinti byssumaður talinn hafa átt samtal við aðra á samfélagsmiðlum um fyrirætlanir sínar, samkvæmt heimildamanni CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert