Svetlana Alexievich hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Svetlana Alexievich
Svetlana Alexievich AFP

Til­kynnt var í Stokk­hólmi í dag að  rit­höf­und­ur­inn Svetlana Alexievich, frá Hvíta-Rússlandi, hlyti bók­mennta­verðlaun Nó­bels í ár. 

Svetlana Alexandrovna Alexievich er fædd 31. maí 1948 og er því 67 ára gömul. Hún var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík fyrir tveimur árum en hún er þekkt fyrir áhrifarík greinarskrif og prósa sína en hún hefur meðal annars starfað sem rannsóknarblaðamaður. Skrif hennar eru margradda og lýsa þjáningum og um leið hugrekki á okkar tímum, segir meðal annars í niðurstöðu dómnefndar. 

Alexievich hefur skrifað um helstu stórviðburði í heimalandi sínu og Sovétríkjunum fyrrverandi. Má þar nefna áhrifaríkar lýsingar hennar frá Chernobyl slysinu og innrás Sovétríkjanna inn í Afganistan.

Hún hefur sætt ofsóknum í heimalandinu eða allt frá því að Alexander Lúkasjenkó tók við embætti forseta og flúði land árið 2000. Næsta áratuginn bjó hún í París, Gautaborg og Berlín en árið 2011 flutti Alexievich aftur heim til Minsk.

Þrátt fyrir að vera mikilsvirtur rithöfundur og greinarhöfundur víða um heim þá eru bækur hennar, sem eru ritaðar á rússnesku, ekki gefnar út í heimalandinu. 

Alexievich byrjaði áttunda áratugnum að taka upp viðtöl við konur sem gegndu herþjónustu í seinni heimstyrjöldinni fyrir dagblað sem hún starfaði hjá á þeim tíma. Viðtölin urðu að bók sem heitir War's Unwomanly Face í enskri þýðingu. Bókin fékkst lengi vel ekki gefin út þar sem í henni var fjallað um persónulegar hörmungar og hlutverk Kommúnistaflokksins ekki upphafið. Það var loks árið 1985 sem bókin fékkst gefin út.

Alexievich beitti svipaðri tækni við ritun bókarinnar Zinky Boys, sem fjallar um örvæntingu mæðra sem misstu syni sína er Sovétríkin gerðu innrás inn í Afganistan.  Það er viðtöl við mæður sem lýstu sorg sinni í fyrstu persónu. Hún segir sjálf að það sé mikilvægt að hlusta þegar einhver talar og hún segir að það sé eitthvað sem hún hafi sjálf tamið sér.

Sjálf segist Alexievitch hafa átt erfitt með að skilgreina skrifin og finna þeim pláss en í raun eru bækur hennar byggðar á vitnisburðum, hún skrifar það sem hún heyrir og sér, frásagnirnar raðast saman svo úr verða margradda textar sem segja magnaðar sögur sem ekki mega gleymast, að því er fram kemur á vef Bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Árið 1998 gaf hún út bólina Voices From Chernobyl sem er safn hryllilegra frásagna fólks sem hafði unnið við hreinsunarstarfið í Chernobyl eftir kjarnorkuslysið þar árið 1986.

Nýjasta bók hennar Second-Hand Time sem fjallar um Sovétríkin og andlega arfleið þeirra 20 árum eftir fall kommúnismans hlaut hin mikilsvirtu frönsku bókmenntaverðlaun Prix Medicis árið 2013.

Mikil eftirvænting var í salnum eftir því að formaður dómnefndarinnar, Sara Danius, tilkynnti ákvörðun nefndarinnar en atburðurinn var meðal annars sendur út beint á DN.se.

Danius, sem er prófessor í bókmenntum tók í desember í fyrra við af Peter Englund, rithöfundi og sagnfræðingi sem hafði gegnt formannsstarfinu í sex ár.

2014: Pat­rick Modiano, Frakkland
2013: Alice Mun­ro, Kan­ada
2012: Mo Yan, Kína
2011: Tom­as Tranströ­mer, Svíþjóð
2010: Mario Vargas Llosa, Perú
2009: Herta Müller, Þýskalandi
2008: Jean-Marie Gusta­ve Le Clézio, Frakklandi
2007: Dor­is Less­ing, Englandi
2006: Or­h­an Pamuk, Tyrklandi
2005: Harold Pin­ter, Englandi
2004: Elfriede Jel­inek, Aust­ur­ríki
2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afr­íku
2002: Imre Kertesz, Ung­verjalandi
2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trini­dad
2000: Gao Xingji­an, Frakki fædd­ur í Kína
1999: Gün­ter Grass, Þýskalandi
1998: José Saramago, Portúgal
1997: Dario Fo, Ítal­íu
1996: Wislawa Szym­borska, Póllandi
1995: Seam­us Hea­ney, Írlandi
1994: Kenza­buro Oe, Jap­an
1993: Toni Morri­son, Banda­ríkj­un­um
1992: Derek Walcott, Sankti Lús­íu
1991: Nadine Gordi­mer, Suður-Afr­íka
1990: Octa­vio Paz, Mexí­kó
1989: Cami­lo Jose Cela, Spáni
1988: Naguib Mah­fouz, Egyptalandi
1987: Joseph Brod­sky, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Rússlandi
1986: Wole Soy­inka, Níg­er­íu
1985: Clau­de Simon, Frakklandi
1984: Jaroslav Sei­fert, Tékklandi
1983: William Gold­ing, Bretlandi
1982: Gabriel Garcia Marqu­ez, Kól­umb­íu
1981: Eli­as Ca­netti, Breti fædd­ur í Búlgaríu
1980: Czeslaw Mi­losz, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1979: Odysseus Elyt­is, Grikklandi
1978: Isaac Bashevis Sin­ger, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1977: Vicente Al­eix­andre, Spáni
1976: Saul Bellow, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Kan­ada
1975: Eu­genio Montale, Ítal­íu
1974: Ey­vind John­son og Harry Mart­in­son, Svíþjóð
1973: Pat­rick White, Ástr­ali fædd­ur á Bretlandi
1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
1971: Pablo Neruda, Chile
1970: Al­ex­and­er Solzhenit­syn, Rússlandi
1969: Samu­el Beckett, Írlandi
1968: Ya­sun­ari Kawabata, Jap­an
1967: Migu­el A. Ast­uri­as, Gvatemala
1966: Shmu­el Y. Agnon, Ísra­eli fædd­ur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
1965: Mik­hail Sholok­hov, Rússlandi
1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaun­in)
1963: Gi­orgos Sefer­is, Grikki fædd­ur í Tyrklandi
1962: John Stein­beck, Banda­ríkj­un­um
1961: Ivo Andric, Júgó­slav­íu
1960: Saint-John Per­se, Frakklandi
1959: Sal­vatore Quasimoto, Ítal­íu
1958: Bor­is Pasternak, Sov­ét­ríkjum­um
1957: Al­bert Cam­us, Frakklandi
1956: Juan Ramón Jimé­nez, Spáni
1955: Hall­dór Kilj­an Lax­ness, Íslandi
1954: Er­nest Hem­ingway, Banda­ríkj­un­um
1953: Winst­on Churchill, Bretlandi
1952: Franço­is Mauriac, Frakklandi
1951: Pär Lag­erkvist, Svíþjóð
1950: Bertrand Rus­sell, Bretlandi
1949: William Faul­kner, Banda­ríkj­un­um
1948: Thom­as Ste­arns Eliot, Banda­ríkj­un­um
1947: André Gide, Frakklandi
1946: Her­mann Hesse, Sviss
1945: Gabriela Mistr­al, Chile
1944: Johann­es V. Jen­sen, Dan­mörku
1939: Frans Eem­il Sill­an­pää, Finn­landi
1938: Pe­arl S. Buck, Banda­ríkj­un­um
1937: Roger Mart­in du Gard, Frakklandi
1936: Eu­gene O'­Neill, Banda­ríkj­un­um
1934: Luigi Pir­and­ello, Ítal­íu
1933: Ivan Bun­in, Sov­ét­ríkj­un­um
1932: John Galswort­hy, Bretlandi
1931: Erik Axel Karl­feldt, Svíþjóð
1930: Sincla­ir Lew­is, Banda­ríkj­un­um
1929: Thom­as Mann, Þýskalandi
1928: Sigrid Und­set, Nor­egi
1927: Henri Berg­son, Frakklandi
1926: Grazia Deledda, Ítal­íu
1925: Geor­ge Bern­ard Shaw, Írlandi
1924: Wla­dyslaw Reymont, Póllandi
1923: William Butler Yeats, Írlandi
1922: Jac­into Bena­vente, Frakklandi
1921: Anatole France, Frakklandi
1920: Knut Hams­un, Nor­egi
1919: Carl Spitteler, Sviss
1917: Karl Gj­ell­erup og Henrik Pontoppi­dan, Dan­mörku
1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
1915: Romain Rol­land, Frakklandi
1913: Rabindr­an­ath Tag­ore, Indlandi
1912: Ger­hart Haupt­mann, Þýskalandi
1911: Maurice Maeterl­inck, Belg­íu
1910: Paul Heyse, Þýskalandi
1909: Selma Lag­er­löf, Svíþjóð
1908: Rud­olf Eucken, Þýskalandi
1907: Ru­dy­ard Kipling, Bretlandi
1906: Gi­os­uè Car­ducci, Ítal­íu
1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
1904: Fré­déric Mistr­al og José Echeg­aray, Spáni
1903: Bjørn­stjer­ne Bjørnson, Nor­egi
1902: Theodor Momm­sen, Þýskalandi
1901: Sully Prudhomme, Frakklandi

Bækur Svetlönu Alexievich hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.
Bækur Svetlönu Alexievich hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. AFP
AFP
Fréttamenn bíða í eftirvæntingu eftir að tilkynnt er um hver …
Fréttamenn bíða í eftirvæntingu eftir að tilkynnt er um hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. AFP
Svetlana Alexievitch
Svetlana Alexievitch AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert