Fór um Þýskaland sem Hitler

Skjáskot

Þýski leikarinn Oliver Masucci, sem leikur einræðisherrann Adolf Hitler í kvikmyndina „Er ist wieder da“ þar sem hæðst er að Hitler, ferðaðist í mánuð um Þýskaland í gervi hans og heilsað upp á fólk. Var það honum ákveðið áfall hversu vel fólk tók honum.

Tveir myndatökumenn fylgdu Masucci hvert fótmál. Haft er eftir honum á fréttavef breska dagblaðsins Daily Express hann hafi búist við almennt neikvæðum viðbrögðum en þess í stað hafi margir tekið honum fagnandi. Þegar verið var að gera kvikmyndina hafi hreyfingin Pegida, sem beiti sér gegn íslam, verið að sækja í sig veðrið sem hafi ekki komið honum á óvart enda hafði hann þegar orðið var við aukna útlendingaandúð á ferð sinni.

„Það kom okkur ekki á óvart að þeir færu skyndilega út á göturnar vegna þess að við höfðum þegar orðið vör við þetta millistéttarfólk sem er að færast til hægri á ferð okkar. Þegar við lukum við að taka upp kvikmyndina hfaði sýn okkar á máli breyst algerlega. Hvernig gat verið að svo margir brugðust svo jákvætt við Hitler og voru tilbúnir að taka hann í sátt?“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert