Rússar valda vandræðum

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, segir að aukinn kraftur í hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi valdi vandræðum. Hann segir að bandalagið muni leggja mat á það hvaða áhrif þetta hefur haft á öryggi bandalagsríkjanna.

Þetta kom fram í máli Stoltenbergs á fundi varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel þar sem rætt er um aukin hernaðarafskipti Rússa í Sýrlandi.  Fundur NATO er haldinn í kjölfar kvörtunar Tyrkja yfir því að rússneskar orrustuþotur hafi brotið lofthelgi landsins. Rússar hafa skotið eldflaugum úr herskipi á Kaspíahafi auk þess að hafa gert loftárásir í Sýrlandi á bækistöðvar Ríkis íslams. 

Rússar neita ásökunum vesturveldanna um að loftárásirnar hafi einkum hæft stjórnarandstæðinga í Sýrlandi en Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi að beiðni forseta landsins, Bashar al-Assad.

Framkvæmdastjóri NATO Jens Stoltenberg á fundi varnarmálaráðherra bandalagsins í Brussel …
Framkvæmdastjóri NATO Jens Stoltenberg á fundi varnarmálaráðherra bandalagsins í Brussel í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert