Hryðjuverkaárás á sendiráð Rússa

AFP

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segir að árásin á sendiráð Rússa í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgun sé hryðjuverk. Tveimur eldflaugum var skotið á húsaþyrpingu þar sem sendiráðið er til húsa. Engan sakaði í árásinni.

Hann segir að árásinni hafi verið ætlað að hræða þá sem berjast gegn hryðjuverkum, sagði Lavrov við fréttamenn í Moskvu.

VladimírPútín, forseti Rússlands, gagnrýnir bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir að vilja ekki starfa með Rússum og sýrlenskum stjórnvöldum. Hann segir að það sé grautur í stað heila sumra þeirra sem um ræðir. 

„Hvernig á það að vera mögulegt að starfa saman?,“ sagði Pútín á ráðstefnu í Mosvu í mrogun og bætti við að yfirvöld í Washington neituðu að deila leynilegum upplýsingum með stjórnvöldum í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert