Skutu viðvörunarskotum að báti Norður-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, og félagar hans.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, og félagar hans. AFP

Her Suður-Kóreu skaut viðvörunarskotum að eftirlitsbáti frá Norður-Kóreu, sem hafði farið yfir í landhelgi Suður-Kóreu. Þetta er haft eftir varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu, en atvikið á sér stað samhliða því sem sjaldgæfir endurfundir eiga sér stað, þar sem fólk sem hefur verið aðskilið frá því í Kóreustríðinu fékk tækifæri til að hitta ættingja sína sem festust hinum megin við landamærin

Frétt mbl.is: „Sonur þinn er á lífi, ekki gráta mamma“

Sjóher Suður-Kóreu var í aðgerðum gegn ólöglegum fiskviðum Kínverja við vesturströnd Suður-Kóreu þegar þeir ráku augun í bát Norður-Kóreumanna og skutu fimm viðvörunarskotum í áttina að hinum. Báturinn snéri til baka yfir landsmærin án þess að skjóta á móti.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hins vegar lýst atvikinu sem „alvarlegri ögrun,“ og saka stjórnvöld í Suður-Kóreu um að reyna að koma frosti aftur á í samskiptum landanna, sem hafa verið á örlitlum batavegi.

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, bendir á eldflaug.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, bendir á eldflaug. Skjáskot/SkyNews
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert