Lést eftir heljarstökk aftur á bak

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

32 ára karlmaður lést á þriðjudagskvöld af meiðslum sem hann hlaut á skemmtistað í nágrenni Parísar eftir að hafa reynt að fara í heljarstökk. Frá þessu greina Le Parisien og The local.

Atvikið átti sér stað í Le Gossip næturklúbbnum í  Savigny-sur-Orge úthverfinu í Essonne.

„Fórnarlambið fór í heljarstökk aftur á bak en lenti á höfðinu,“ sagði heimildarmaður innan lögreglu í samtali við AFP. „Þetta var alfarið af slysförum.“

Sjúkrabíll mætti á staðinn um klukkan þrjú að morgni og tókst að blása lífi í manninn í fyrstu. Eftir að hafa verið fluttur á spítala lést hann hinsvegar af meiðslum sínum.

Fólk hélt áfram að dansa þegar ungi maðurinn féll og ekki var slökkt á tónlistinni eða kveikt á ljósunum fyrr en nokkru síðar.

„Viðskiptavinirnir skildu þetta ekki allir. Þeir litu á okkur sem gleðispilla. Fólk kvartaði. Sumir reyndu að slá til lögregluþjóna og móðgunum var hreytt í okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert