Ekki vegabréf árásarmanns

Knattspyrnuunnendur yfirgefa Stade de France í kjölfar árásanna.
Knattspyrnuunnendur yfirgefa Stade de France í kjölfar árásanna. AFP

Egypskt vegabréf sem fannst á vettvangi sprenginganna við Stade de France tilheyrir ekki árásarmanni. Frá þessu greinir BBC.

Tvö vegabréf fundust á vettvangi sem voru tengd við árásarmenn í fyrstu og hafa grísk yfirvöld sagt að hitt vegabréfið, sem er sýrlenskt, hafi verið notað á ferð handhafa þess inn í Evrópu í gegnum Grikkland.

Egypska vegabréfið hefur hinsvegar verið tengt við fórnarlamb árásanna. Sendiherra Egyptalands í Fraklandi segir vegabréfið tilheyra Waleed Abdel-Razzak, knattspyrnuaðdáanda sem særðist alvarlega í árásinni.

„Engar ákærur hafa beinst að Abdel-Razzak yfirhöfuð,“ sagði sendiherrann.

Af sýrlenska vegabréfinu er það að segja að handhafi þess fór um grísku eina Leros þann 3. október og sótti um hæli í Serbíu þann 7. október. Frá þessu greinir innanríkisráðuneyti Serbíu. Var hann skráður við Presovo landamærin við Makedóníu.

Athuganir hafa staðfest að lýsing hans passar við lýsingarnar á einstaklingnum sem skráður var þann 3. október í Grikklandi. Yfirvöld í Frakklandi hafa ekki staðfest að vegabréfið sé ófalsað og ekki þykir fullsannað að sá sem notaði það til að fara um Grikkland hafi átt hlutdeild að árásunum í París.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert