Þrír bræður tóku þátt í árásunum

Manns að nafni Abdeslam Salah er nú leitað. Hann er …
Manns að nafni Abdeslam Salah er nú leitað. Hann er grunaður um að hafa tekið þátt í árásunum í París.

Franska lögreglan í samvinnu við þá belgísku hefur hafið leit að manni sem grunaður er um að hafa tekið beinan þátt í árásunum í París á föstudag. Hann heitir Abdeslam Salah, 26 ára, fæddur 15. september árið 1989 og er sagður hættulegur. Lögreglan varar fólk við að nálgast hann. Hann er sagður hafa sést við Bataclan-tónleikahöllina á föstudag og sé einn þriggja bræðra sem tengdust árásunum. 

Sjö árásarmenn, m.a. þrír franskir ríkisborgarar sem búsettir voru í Belgíu, létust í árásunum. Nú er hins vegar talið ljóst að fleiri árásarmenn hafi verið að verki en komist undan.

 Franski innanríkisráðherrann segir að rannsókn málsins sýni að árásirnar hafi verið „mjög vel undirbúnar erlendis“ af hópi fólks sem hafði aðsetur í Belgíu. 

Í kvöld var svo gefin út alþjóðleg handtökuskipun á mann sem er grunaður um þátttöku í árásunum ásamt tveimur bræðrum sínum. Í frétt AFP er sagt að einn þeirra hafi þegar verið handtekinn í Brussel og sá þriðji hafi látist í árásinni sem hann tók þátt í í Bataclan-tónleikahúsinu. 89 manns létu lífið í þeirri árás.  

Yfirvöld í Belgíu hafa þegar sjö manns í haldi grunaða um aðild að árásunum auk þess sem tveir bílar sem notaðir voru í þeim voru leigðir í Belgíu. Þetta hefur stutt þá kenningu að einhver eða einhverjir árásarmenn hafi komist undan á lífi.

Annar bíllinn fannst nærri Bataclan og hinn nærri Pere Lachaise.

Einhverjir árásarmenn mögulega enn á lífi

CNN hafði eftir heimildarmanni sínum fyrr í dag að mögulegt væri að menn sem tóku beinan þátt í árásunum væru enn á lífi og hefðu náð að flýja. Ekki er víst að þeir sem voru handteknir í Belgíu séu grunaðir um beina aðild að árásunum eða hvort þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í undirbúningi þeirra með einhverjum hætti. Þá hefur ekki verið staðfest, að því er fram kemur í frétt CNN, að mennirnir sem voru handteknir hafi leigt bílana tvo sem fundust og eru taldir tengjast voðaverkunum. Í öðrum þeirra, sem fannst í austurhluta París, voru vopn, m.a. rifflar sambærilegir þeim sem notaðir voru í árásunum í París.

Faldi sig í hópi flóttamanna

Einnig hefur þegar komið fram að talið er að einn þriggja árásarmanna sem sprengdu sig í loft upp við Stade de France-leikvanginn hafi komið til Evrópu frá grísku eyjunni Leros hinn 3. október. Hann er sagður hafa falið sig meðal flóttamanna sem voru á flótta undan stríði í heimalandi sínu, í von um að öðlast betra líf í Evrópu. Sá er sagður hafa verið sýrlenskur og sagðist við komuna til Evrópu heita Ahmad al Mohammad. Hann fór frá Leros til Makedóníu, þaðan til Serbíu og svo til Króatíu. Í Grikklandi fékk hann útgefin neyðarferðaskilríki, að því er segir í frétt CNN. Fingraför sem tekin voru af líki mannsins á vettvangi sprengjutilræðisins eru þau sömu og finnast í skrám vegna útgáfu neyðarskilríkjanna.

Frétt CNN.

Nokkrir menn sen taldir eru tengjast hryðjuverkunum voru handteknir í …
Nokkrir menn sen taldir eru tengjast hryðjuverkunum voru handteknir í Molenbeek hverfinu í Brussel. AFP
Réttarmeinafræðingar að störfum á veitingastað í Frakklandi þar sem ein …
Réttarmeinafræðingar að störfum á veitingastað í Frakklandi þar sem ein árásin var framin. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert