Ekki lengur grunaður um hryðjuverk

Vopnaðir lögreglumenn í Stokkhólmi. Myndin er úr safni.
Vopnaðir lögreglumenn í Stokkhólmi. Myndin er úr safni. AFP

Ungum Íraka sem handtekinn var vegna gruns um að hann legði á ráðin um hryðjuverkaárás var í dag sleppt úr haldi lögreglu í Svíþjóð. Ákæra var ekki gefin út á hendur honum og er hann ekki lengur grunaður um hryðjuverk. Leyniþjónusta landsins varar hins vegar við áframhaldandi hættu á hryðjuverkum.

Maðurinn, sem er 22 ára gamall, var handtekinn í flóttamannamiðstöð í bænum Boliden í norðausturhluta Svíþjóðar á fimmtudag. Leyniþjónustan Sapo yfirheyrði hann í Stokkhólmi en sleppti honum eftir að hann hafði verið í sextíu klukkustundir í varðhaldi samkvæmt fyrirmálum saksóknara í hryðjuverkamálum.

Saksóknarinn Hans Ihrman sagði að maðurinn væri ekki lengur grunaður um þau brot sem hann var handtekinn fyrir. Þó að fjölmiðlar hafi nafngreint manninn og birt myndir af honum höfðu rannsakendur máls hans dregið í efa að hann væri líklegur árásarmaður. Hann hefði til að mynda birt reglulegar fréttir af sjálfum sér og staðsetningu sinni á samfélagsmiðlum.

Sænsk yfirvöld lýstu yfir næsthæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkahættu á miðvikudag en Sapo segir að sú hætta sé óbreytt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert