Segja Abdeslam hafa komist undan

Hermenn standa vörð við aðallestarstöðina í Brussel.
Hermenn standa vörð við aðallestarstöðina í Brussel. AFP

Viðamiklum aðgerðum lögreglu og hersins í Belgíu eru nú lokið að sögn saksóknara. Blaðamannafundur um aðgerðirnar hefst innan tíðar. 

Sjö hryðjuverkamenn hafa verið handteknir í aðgerðunum og voru þær í miðborg Brussel, samkvæmt heimildum belgíska blaðsins Derniere Heure. 

Stóra spurningin verður þó væntanlega, er búið að hafa hendur í hári Salah Abdeslam?

Uppfært kl. 23:10

Á vefsíðu belgíska blaðsins Derniere Heure segir að Salah Abdeslam hafi komist undan lögreglu enn einu sinni. 

Þar segir að lögregla hafi komið auga á hann í belgísku borginni Leige um kl. 19.30 í kvöld að staðartíma. Er hann sagður hafa verið í BMW-bifreið og er hann sagður stefna til Þýskalands á E40 hraðbrautinni. Lögregla ætlaði að reyna að hafa hendur í hári hans í Barchon en án árangurs. 

Blaðamannafundurinn er ekki hafinn. Í frétt Telegraph segir að hann hefjist kl. hálf eitt að staðartíma, kl. 23.30 að íslenskum tíma. 

Fréttin verður uppfærð

Hér má lesa um framvindu aðgerðanna í kvöld

Lögregla að störfum í Brussel í kvöld.
Lögregla að störfum í Brussel í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert