Líkamsleifarnar afhentar Rússum

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, hefur hvatt Rússa til að sýna …
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, hefur hvatt Rússa til að sýna yfirvegun. AFP

Líkamsleifar rússnesks flugmanns sem var myrtur eftir að vél hans var skotin niður af tyrkneska hernum í síðustu viku verða afhentar fulltrúum Rússlands, en þær voru afhentar Tyrkjum frá Sýrlandi á laugardagskvöld.

Þetta kom fram í máli Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, í gær. Ráðherrann var þá staddur í Istanbul en á leið á fund með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í Brussel.

Davutoglu sagði að rússneskur fulltrúi myndi „bráðlega“ ferðast til Hatay ásamt fulltrúa tyrkneska hersins til að heimta líkamsleifarnar.

Fréttastofan RIA Novosti hafði eftir heimildarmanni hjá sendiráði Rússlands í Tyrklandi að flogið yrði með líkamsleifar flugmannsins, Oleg Peshkov, frá Hatay til Ankara í gær. Ekki lá fyrir hvenær þær yrðu fluttar til Rússlands.

Á laugardag tilkynntu Rússar um refsiaðgerðir gegn Tyrklandi vegna atviksins, en aðilum ber ekki saman um aðdraganda þess að hin rússneska herþota var skotin niður. Rússar hafa farið fram á afsökunarbeiðni en Davutoglu hefur biðlað til rússneska yfirvalda um að sýna yfirvegun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert