Fimm særðir eftir sprengingu

Talið er að heimagerð sprengja hafi sprungið í Bayrampasa-neðanjarðarlestarstöðinni í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Að minnsta kosti fimm særðust og var mörgum afar brugðið. Sprengingin varð á háannatíma í borginni.

Tyrkneskir fjölmiðlar hafa eftir borgarstjóra að líklega hafi verið um sprengju að ræða. Sprengingin var öflug og varð við vegbrú skammt hjá stöðinni. Myndskeið sýna mikinn blossa, sem minni einna helst á flugeld springa, lýsa upp næturhimininn í borginni.

Borgarstjórinn Atilla Aydiner segir að fimm hafi særst, en hann segir að rörasprengja sem hafi verið skilin eftir á brúnni hafi sprungið. 

Starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á brúnni þar sem sprengingin varð.
Starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á brúnni þar sem sprengingin varð. AFP

Tyrkneska fréttastofan Dogan hefur eftir fulltrúum í tyrkensku öryggisþjónustunni að svo virðist sem heimagerð sprengja hafi sprungið. 

Sprengingin varð til þess að neðanjarðarlestarkerfi Istanbúl, sem er stærsta borg Tyrklands, stöðvaðist um tíma.

Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið fór á vettvang. Ríkisstjóri Istanbúl segir að rannsókn sé hafin og að ekkert sé útilokað. 

Sprenging í neðanjarðarlestarkerfi Istanbúl

Lögreglumenn á vettvangi í kvöld.
Lögreglumenn á vettvangi í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert