Vill evrópska alríkislögreglu

Evrópuþingmaðurinn Gianni Pittella.
Evrópuþingmaðurinn Gianni Pittella. Wikipedia

Leiðtogi þingflokks sósíalista á Evrópuþinginu, Gianni Pittella, kallaði eftir því í dag að komið yrði á fót alríkislögreglu á vegum Evrópusambandsins til þess að geta tekist betur á við hryðjuverk. Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu í dag.

„Til þess að geta komið í veg fyrir frekari hryðjuverkaárásir þarf Evrópusambandið á evrópskri alríkislögreglu með nauðsynlegar rannsóknar- og lögregluheimildir til þess að berjast gegn íslamistaógninni,“ sagði Pittella í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér og vísaði í því sambandi til bandarísku leyniþjónustunnar FBI. Áður hafði Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, kallaði eftir því á mánudaginn að sett yrði á laggirnar evrópsk leyniþjónusta að bandarískri fyrirmynd.

Michel sagði í samtali við frönsku útvarpsstöðina RTL að Evrópusambandið yrði að „setja snarlega upp evrópska leyniþjónustu, evrópska CIA,“ með vísan til bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert