Stikilsberja-Finnur tekinn af námskrá

Kápa fyrstu bandarísku útgáfu bókarinnar.
Kápa fyrstu bandarísku útgáfu bókarinnar. Ljósmynd/Wikipedia

Stjórnendur skóla í Philadelphia í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka skáldsöguna Ævintýri Stikilsberja-Finns af námskrá. Ástæðan er sú að þeim þykir „samfélagslegur kostnaður“ lestrar bókarinnar vega þyngra en „bókmenntalegur ávinningur“.

Stikilsberja-Finnur er hugarfóstur Mark Twain en persónan kom fyrst fram á sjónarsviðið í Ævintýrum Tom Sawyer. Í sögunni um Finn segir m.a. frá því hvernig hann sleppur frá áfengissjúkum föður sínum með því að sviðsetja eigin dauða og hittir strokuþrælin Jim.

Ernest Hemingway sagði eitt sinn að bandarískar nútímabókmenntir ættu rætur sínar að rekja til skálsögu Twain um Stikilsberja-Finn en samkvæmt American Library Association er hún jafnframt meðal umdeildustu bóka allra tíma.

Ævintýri Stikilsberja-Finns kom fyrst út árið 1884 og var bönnuð í Concord í Massachusetts árið 1885, þar sem hún þótti aðeins hæf til lestrar í fátækrahverfum. Í dag þykir hún ögrandi þar sem orðið „niggari“ kemur fyrir 200 sinnum í textanum og í útgáfu frá 2011 var orðinu skipt út fyrir „þræll“.

Það er á þessum forsendum sem stjórnendur Friends' Central School í Montgomery-sýslu hafa ákveðið að taka skáldsöguna af námskrá en nemendur munu áfram geta nálgast bókina á bóksafni skólans.

Guardian sagði frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert