Tveir ferðamenn særðust í árás

AFP

Ráðist var á hótel í bænum Hurghada í Egyptalandi í dag en bærinn er vinsæll ferðamannastaður við Rauða hafið. Samkvæmt frétt AFP særðust þrír erlendir ferðamenn í árásinni . Tveir Austurríkismenn og Svíi.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að árásarmennirnir hafi komið sjóleiðina að bænum og hafið árásina í kjölfarið. Egypskar öryggissveitir hafi stöðvað árásina og fellt einn árásarmanninn. Yfirvöld hafa girt svæðið af segir í fréttinni. BBC sagði upphaflega að tveir hefðu særst í árásinni, Dani og Þjóðverji, en hefur nú breytt frétt sinni á þann veg að misvísandi fréttir berist um þjóðerni ferðamannanna sem særðust í árásinni.

Þá kemur fram bæði í frétt BBC og AFP að ekki sé ljóst hvort árásarmennirnir hafi verið vopnaðir byssum eða hnífum en BBC hafði upphaflega sagt að um byssur hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert