Segir Trump líklegan til að ráðast á Danmörku

Ted Cruz
Ted Cruz AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn, Ted Cruz, eyddi dágóðum tíma í að úthúða andstæðingi sínum í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar, Donald Trump, á fundi með fréttamönnum í gær. Hann segir að Trump sé líklegur til þess að sprengja Danmörku upp eina nóttina verði hann forseti.

Cruz sagði að Bandaríkjamenn gætu vaknað upp við það einn morguninn að ef Trump væri forseti þá hefði hann látið gera kjarnorkuárás á Danmörku.

Að sögn Cruz þarf bandaríska þjóðin á herforingja að halda ekki Twitter stjóra. Vísar hann þar til þess hversu áberandi Trump er á samfélagsmiðlum. Hann segir Trump óábyrgan og skapofsamann sem ráði verr við skap sitt heldur en barnabörn hans sem enn eru á grunnskólaaldri.

Samkvæmt frétt CNN segir Cruz að móðganir og árásir Trumps á samfélagsmiðlum verði sífellt harðari og móðursýkislegri.

Í gær sagði Trump að Cruz hafi stolið sigri hans í Iowa með því að senda út bréf til kjósenda og notfæra sér frétt CNN um ferðalag Ben Carson til Flórída í þeim tilgangi að segja að Carson væri hættur við framboð sitt. Ástæðan fyrir ferðinni til Flórída hafi verið allt önnur því Carson hafi skroppið í stutt frí heim til sín og að sækja föt.

Trump krafðist þess að kosningin yrði endurtekin í Iowa en Cruz segir að barnabörnin, fimm og sjö ára hegði sér betur og á yfirvegaðri hátt heldur en Trump.

Frétt CNN

Donald Trump
Donald Trump AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert