Munurinn lítill á Clinton og Sanders

Tvö prósentustig skilja að Hillary Clinton og Bernie Sanders í forvali bandaríska Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna í nóvember samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Fylgi Clintons er þannig 44% en Sanders 42%.

Rifjað er upp í frétt AFP að lítill munur hafi verið á Clinton og Sanders í forvalskosningunni í Iowa-ríki fyrr í vikunni. Clinton sigraði þar naumlega. Skoðanakönnunin var gerð af Quinnipiac University en í könnun háskólans í desember var fylgi Clinton 61% og Sanders 30%.

Einnig var spurt um frambjóðendur í forvali repúblikana en þar er Donald Trump með mest fylgi eða 31%. Næstur er Ted Cruz með 22% og þriðji Marco Rubio með 19%. Ben Carson mælist með 6% fylgi en aðrir frambjóðendur með minna en 3%.

Samkvæmt útreikningum Quinnipiac University myndi Clinton sigra Trump með 46% gegn 41% en fá jafnmikð fylgi og Cruz eða 45%. Sanders myndi sigra Trump með 49% gegn 39% og Cruz með 46% gegn 42%.

Bernie Sanders og Hillary Clinton.
Bernie Sanders og Hillary Clinton. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert