Timburlöggjöf ESB sögð innantóm

Skóglendi nærri Moskvu.
Skóglendi nærri Moskvu. AFP

Rannsókn nefndar Evrópusambandsins sem athugaði eftirfylgni með löggjöf sambandsins um innflutning á timbri leiddi í ljós að „engin haldbær gögn“ sýndu fram á árangur af henni. Þá hafi níu lönd ekki innleitt refsingar vegna þeirra og sex sinna ekki tilskildu eftirliti með innflutningsaðilum.

Þetta kemur fram í skjölum sem Guardian hefur séð.

Aðeins lítið brot einkafyrirtækja nýtir sér sjálfstæð eftirlitssamtök til þess að afla sér timburs, segir í skjölunum, og smugur í lögunum gera margar tegundir timburs undanþegnar þeim.

Samkvæmt mati Interpol og Umhverfisstofnun sameinuðu þjóðanna veltir ólöglegt skógarhögg á milli $30-100 milljörðum dala árlega. Eftir að lögin gengu í gildi sá nefndin samdrátt í timburinnflutningi til Evrópusambandsins en rekur það fyrst og fremst til minnkandi eftirspurnar í Evrópu og aukningar í Asíu.

Eyðing skóga ógnar viðkvæmum lífríkjum.
Eyðing skóga ógnar viðkvæmum lífríkjum. AFP

Eftirfylgni verulega ábótavant

„Það eru engin skýr merki til um það að fyrirtæki kvaðir um áreiðanleikakannanir innflutningsfyrirtækja í lögunum hafi hingað til skilað árangri í því að stöðva ólöglega unnið timbur, né að innflutningsaðilar hafi innleitt þær hingað til,“ segir í skjölum nefndarinnar.

Aðeins 100-200 innflutningsaðilar eru taldir nýta sér þjónustu sem ábyrgist uppruna timbursins og yfirvöld eru sögð skorta bæði færni og fjármagn til þess að sinna nauðsynlegu eftirliti.

Þessar niðurstöður eru samhljóma fyrra áliti endurskoðenda ESB sem sagði löggjöfina „illa hannaða, illa innleidda og að mestu gagnslausa.“

Evrópusambandið verði að bregðast við

Haft er eftir Alexöndru Pardal, talsmanni Global Witness, sem berst gegn eyðingu skóga, að löggjöfin hafi markað tímamót í baráttunni. „En þremur árum eftir innleiðingu þeirra höfum við ekki séð eina einustu saksókn í Evrópu. Ef aðildarríkjunum er alvara í því að sporna gegn ólöglegri timburvinnslu þá verða þau að byrja á því að fara eftir eigin lögum - með því að handleggja ólöglegt timbur og lögsækja fyrirtækin sem flytja það inn.“

Samtökin segjast hafa sýnt Evrópusambandinu fram á skýr sönnunargögn um að ólöglegt timbur sé flutt til Evrópu frá Kongó og Mið-Afríku lýðveldinu en ekki hafi verið brugðist við því.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert