Heitir því að ná Sýrlandi til baka

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur heitið því að ná völdum í „öllu Sýrlandi“ að nýju. Hann kom fram í viðtali í dag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé í landinu var samþykkt.

Í samtali við fréttastofuna AFP sagði hann að það myndi taka lengri tíma að finna lausn í málinu vegna aðkomu annarra ríkja. Sagðist hann styðja friðarviðræðurnar en lagði á herslu á að samningar þýddu ekki að „við munum hætta að berjast við hryðjuverk.“

Hann sagði jafnframt að nú væri hætta á að Tyrkir og Sádi-Arabar, sem að hans sögn eru helstu stuðningsmenn uppreisnarinnar, muni reyna að skipta sér af með hernaði í Sýrlandi.

Aðspurður um það mikla flóð fólks sem hefur flúið Sýrland síðustu ár sagði Assad að það væri hlutverk Evrópu að hætta að „hlífa hryðjuverkamönnum“ svo að Sýrlendingar gætu snúið aftur heim. Þá hafnaði hann ásökunum Sameinuðu þjóðanna um að stjórn hans hafi framið stríðsglæpi og sagði þær „pólitískar“ og án sönnunargagna.

Með aðstoð loftárása Rússa hefur stjórnarherinn nánast umkringt Aleppo, sem er næststærsta borg Sýrlands. Sagði hann helsta markmið stjórnarinnar að ná völdum í Sýrlandi að nýju en stór svæði landsins eru undir stjórn uppreisnarmanna og Ríki íslams.

„Hvort sem við náum því markmiði eða ekki sækjumst við eftir því án þess að hika. Það er ekkert vit í því fyrir okkur að gefast upp á einhvern hátt.“

Sagði hann jafnframt mögulegt að ljúka stríðinu í Sýrlandi á innan við ári ef birgðarleiðir uppreisnarmanna frá Tyrklandi, Jórdaníu og Íraki eru stöðvaðar. Hann sagði að annars myndi „lausnin taka langan tíma og vera greidd dýru gjaldi.“

Viðtalið í dag er það fyrsta við forsetann síðan að friðarviðræður milli stjórnarinnar og uppreisnarmanna mistókust í Genf fyrr í mánuðinum. Viðræðurnar hefjast að nýju 25. Febrúar og samþykktu 17 ríki í gærkvöldi nýja áætlun til þess að ýta undir viðræðurnar.  

Fyrri í dag sögðust Sameinuðu þjóðirnar vonast eftir því að geta komið neyðarbirgðum til stríðshrjáðra svæða innan sólahrings. Þúsundir Sýrlendinga sitja fastir í bæjum og borgum sem setið hefur verið um og er matur, vatn og lyf af skornum skammti.

Rúmlega 250.000 manns hafa látið lífið í stríðinu í Sýrlandi og um ellefu milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Stríðið hefur staðið yfir í tæplega fimm ár.

Í sumu sýrlenskum borgum hefur neyðaraðstoð ekki borist í rúmt ár vegna átakanna. Um 13,5 milljónir manna þurfa neyðaraðstoð í Sýrlandi.

Leiðtog­ar helstu ríkja heims samþykktu í gærkvöldi að gera hlé á vopnuðum átök­um í Sýr­landi og tek­ur það gildi inn­an viku. Vopna­hléið nær hins veg­ar ekki til bar­átt­unn­ar gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Rík­is íslams og al-Nusra Front.

Frétt BBC. 

Bashar al-Assad forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad forseti Sýrlands. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...