Hermenn Óðins með strandhögg í Noregi

Synir Óðins í Finnlandi
Synir Óðins í Finnlandi AFP

Hópur, sem kallar sig Hermenn Óðins hefur undafarna mánuði vaktað göt­ur borga í Finn­landi und­ir því yf­ir­skini að þeir séu að vernda heima­menn fyr­ir hæl­is­leit­end­um, hefur gert strandhögg í Noregi. Hóp­ur­inn seg­ir að sjálf­boðaliðar séu virk­ir í að minnsta kosti 20 finnsk­um bæj­um og fari um í ein­kennisklæðum sam­tak­anna, með svarta hatta og klædd­ir svört­um jökk­um með ein­kenn­is­stafi þeirra á bak­inu.

Á laugardagskvöldið var fjórtán manna hópur karla klæddur í einkennisbúning samtakanna mættur á öryggisrölt í bænum Tønsberg í Suður-Noregi. Gengu þeir um götur bæjarins í þrjár klukkustundir og fylgdust með fólki sem var á ferli.

Vakt­ir þeirra hóf­ust í finnska bænum Kemi í októ­ber eft­ir að far­and­menn, einkum frá Írak, fóru að streyma yfir landa­mær­in frá Svíþjóð. Marg­ir þeirra fóru í gegn­um Kemi á leið sinni til bæja sunn­ar í Finn­landi. Stofnandi hópsins, Mikas Ranta, er 29 ára gam­all vöru­bíl­stjóri, og nefndi hann sam­tök­in eft­ir Óðni, æðsta guði nor­ræn­ar goðafræði.

Á vef Hermanna Óðsins kemur fram að þeir berjist fyrir hvítu Finnlandi og að þeir vilji hærða í burtu íslamska innrás sem þeir segja veki upp óöryggi meðal fólks og að þeim fylgi aukin glæpatíðni.

Ronny Alte, talsmaður Hermanna Óðins í Noregi, segir í samtali við VG að hópurinn hafi tekið til starfa þar til þess að tyggja öryggi bæjarbúa. Algjört stjórnleysi ráði ríkjum í innflytjendamálum í Noregi. Hann segir hins vegar að þá skipti engu hörundslitur fólks né trúarbrögð.

Í frétt VG kemur fram að bæjarbúar hafi verið afar ósáttir við komu Hermanna Óðins og fólk spyrji hvers vegna þeir telji að íbúar Tønsberg þurfi á vernd þeirra að halda. Alte svarar þessu í viðtalinu: „Telur þú ekki að fjöldi innflytjenda í Noregi sé kominn út fyrir öll mörk? Sérðu ekki að ólöglegir innflytjendur fremja glæpi, selja eiturlyf og hrella norskar konur?“

Í frétt Tønsbergs Blad kemur fram að meðal Hermanna Óðins þar á bæ séu þekktir félagar í öfga hægri samtökum og á sakaskrá. Lögregla var með töluverðan viðbúnað í bænum til að tryggja að ekki brytist út ofbeldi í miðbænum í tengslum við veru Hermanna Óðins þar. Á Facebooksíðu Hermanna Óðins skrifar Ronny Alte í dag að fólks sé að misskilja samtökin. Það eina sem þeir vilji sé að það sé óhætt að ganga um götur landsins, að tryggja öryggi borgaranna.

Frétt VG

Myndskeið sem Daily Mail birti í janúar

AFP
AFP
AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

3ja daga CANON EOS námskeið 24.- 27.apr.
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 24. - 27. APRÍL ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR E...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
M helgafell 6017032511 iv/v sf
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017032511 IV/V SF Mynd...
Skipstjóri óskast á farþegabátinn gísl
Sjávarútvegur
Skipstjóri óskast á farþegabátinn G...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L hlín 6017042016 iv/v hlínardagurinn
Félagsstarf
? HLÍN 6017042016 IV/V Hlínardagurinn...