Kæfði ástkonuna óvart með gúrku

Wikipedia

Þýskur karlmaður á yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða ástkonu sinnar í júlí árið 2014. Maðurinn hafði hitt konuna á heimili sínu í borginni Mannheim í Þýskalandi þegar eiginkona hans og dóttir voru á ferðalagi. Maðurinn hafði haldið framhjá eiginkonu sinni með ástkonunni um fimm ára skeið samkvæmt frétt Thelocal.de.

Fram kemur í fréttinni að fólkið hafi hist síðla dags og meðal annars drukkið saman fjórar vinflöskur áður en þau fóru inn í vinnuherbergi mannsins þar sem þau hófu að stunda kynlíf. Maðurinn bar fyrir rétti að þau hefðu oft notað gervilimi í ástarleikjum sínum, sem og gulrætur og kúrbít. Hins vegar hafi konan ekki haft neina gervilimi með sér í þetta sinn og fyrir vikið hafi hann sótt hálfa gúrku úr eldhúsinu.

Maðurinn sagðist síðan hafa notað gúrkuna á ástkonu sína eins og gervilim og síðan stungið henni í munn hennar. Á þessum tímapunkti fann hann brunalykt og sá reyk koma úr eldhúsinu. „Ég gleymdi að ég hafði verið að elda kjöt á eldavélinni fyrir hundinn minn. Það var að brenna við. Ég hljóp inn í eldhúsið, gaf hundinum að éta og reykti síðan eina sígarettu á svölunum,“ sagði hann fyrir dómi.

Þegar maðurinn sneri til baka í vinnuherbergið fann hann ástkonu sína meðvitundarlausa á gólfinu. Gúrkan var enn föst í kokinu á henni og hafði komið í veg fyrir að hún gæti andað. „Ég reyndi að ná gúrkunni úr kokinu á henni en hún var öll í bútum og ég gat ekki náð þeim öllum.“ Konan féll í kjölfarið í dá og lést síðar á sjúkrahúsi. Saksóknarinn Reinhard Hofmann sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sýnt af sér vanrækslu. „Hann hefði átt að vita að hann gæti ekki skilið hana eftir í svo langan tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert