Sprengdi sig upp eftir fótboltaleik

Fórnarlömbin voru að taka við verðlaunum eftir fótboltaleik.
Fórnarlömbin voru að taka við verðlaunum eftir fótboltaleik.

Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns týndu lífi í sjálfsmorðssprengjuárás eftir fótboltaleik í þorpi suður af Bagdad í Írak í gær. „Það var bara verið að afhenda sigurvegurum verðlaunin sín þegar árásarmaðurinn gekk inn í hópinn og sprengdi sig í loft upp,“ segir lögreglumaður í þorpinu  Al-Asriya í samtali við AFP fréttastofuna.

Þorpið er um fjörtíu kílómetrum utan við höfuðborgina Bagdad.

Að sögn lögreglu slösuðust um fimmtíu til viðbótar í sprengingunni og segir starfsmaður sjúkrahúss við þorpið að tala látinna gæti hækkað.

Árásin varð gerð um klukkan 16 að íslenskum tíma.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa staðið fyrir nokkrum sambærilegum árásum á þessu svæði undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert