Norður-Kórea gera prófanir að vél fyrir langdræga skotflaug

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert árangursríkar prófanir á vél fyrir langdræga skotflaug sem skjóta megi á milli heimsálfa, að því er greint er frá á fréttavef BBC.

Nýja vélin mun tryggja að hægt sé að gera kjarnavopna árás á Bandaríkin að sögn norður kóresku ríkisfréttastofunnar KNCA.

Prófanirnar voru gerðar á skotflaugaæfingasvæði Norður-Kóreu í nágrenni vesturstrandarinnar og er síðasta skotflaugaræfingin af mörgum sem Norður-Kórea hefur látið gera sl. misseri.

Kim Jong-un leiðtogi landsins hafði yfirumsjón með prófunum að sögn ríkisfjölmiðilsins, sem sagði „vélina hafa spúð út eldi með ærandi hávaða.“

Norður-Kórea gæti nú „haldið safnþró illskunnar á jörðu, meðal annars Bandaríkjunum, í skotfæri,“ var hafti eftir Kim.

Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í mars að þau hefðu þróað kjarnaodda sem væru nógu litlir til að hægt væri að nota þá með langdrægum skotflaugum. Sérfræðingar hafa hins vegar dregið þá yfirlýsingu í efa.

Norður-Kórea hótaði einnig í síðasta mánuði kjarnorku árásum gegn Bandaríkjunum og Suður-Kóreu er löndin tvö héldu stóra sameiginlega heræfingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert