Örlög Rousseff skýrast í dag

Neðri deild brasilíska þingsins mun í dag greiða atkvæði um hvort kæra eigi Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, til embættismissis. Rousseff er sökuð um bókhaldsbrellur í fjárlögum en hún hefur ítrekað lýst yfir sakleysi sínu. Mikill öryggisviðbúnaður er í helstu borgum landsins vegna atkvæðagreiðslunnar.

Í frétt BBC kemur fram að Rousseff telji að um samsæri sé að ræða og að þetta sé leið pólitískra andstæðinga hennar til að koma á sig höggi. Hart hefur verið sótt að henni að síðastliðna daga og vikur og í dag gæti staða hennar versnað enn frekar, kjósi þingmenn í neðri deildinni að kæra hana til embættismissis.

Atkvæðagreiðslan hefst klukkan fimm að íslenskum tíma og er búast má við því að hún standi í margar klukkustundir. Tveir þriðju hlutar þingmanna verða að samþykkja að kæra hana svo efri deildin greiði atkvæði um hvort hún þurfi að láta af embætti. Rousseff á yfir höfði sér að vera sett af í 180 daga á meðan réttað yrði yfir henni.

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu.
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert