„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon ávarpar samkomuna í dag.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon ávarpar samkomuna í dag. JEWEL SAMAD

Fulltrúar 171 ríkis skrifuðu í dag undir nýjan loftlagssamning Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var í París á síðasta ári. Er þetta metfjöldi undirskrifta á alþjóðlegum samningi. Fulltrúar fimmtán ríkja höfðu þegar skrifað undir samninginn.

Fyrri frétt mbl.is: Hvað felur Parísarsamkomulagið í sér?

Undirskriftarathöfnin fór fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. „Samningurinn í París mun móta allar kynslóðir framtíðarinnar á djúpstæðan hátt,“ sagði aðalritari Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-Moon við athöfnina í dag. „Það er þeirra framtíð sem er í húfi.“

Við athöfnina sagði hann að jarðarbúar væru nú að upplifa methita. „Við erum í kapphlaupi við tímann og ég hvet allar þjóðir til þess að standa á bakvið samninginn. Í dag skrifum við undir nýjan sáttmála fyrir framtíðina.“

Loftlagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, Christiana Figueres sagði í dag að nú þyrftu flest lönd að fara heim með samninginn og hefja aðgerðir til þess að standa við hann.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands. Eins og kunnugt er er til­gang­ur sam­komu­lags­ins sá að halda hlýn­un jarðar „vel inn­an við“ 2°C og að kepp­ast að því að hún verði ekki meiri en 1,5°C ef mögu­legt er.

Frétt BBC.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, skrifaði undir samninginn með barnabarn sitt …
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, skrifaði undir samninginn með barnabarn sitt í fanginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert