Öflugur skjálfi skók Vanúatú

AFP

Jarðskjálfti upp á 6,0 skók eyríkið Vanúatú í Suður-Kyrrahafi í dag. Upptök hans voru á tæplega fimm kílómetra dýpi um 85 kílómetrum suður af hafnarborginni Lauganville. Ekki er vitað til þess að skjálftinn hafi valdið mann- eða eignatjóni og hann hratt ekki af stað flóðbylgju.

Fram kemur í frétt AFP að Vanúatú hafi orðið fyrir nokkrum jarðskjálftum í þessu mánuði. Þar á meðal einum öflugum upp á 7,0 sem átti upptök um 209 kílómetrum frá höfuðborginni Port Vila. Flóðbylgjuviðvörun var send en síðan afturkölluð þegar í ljós kom að ekki var hætta á ferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert