Vilja halda áfram landamæraeftirliti

AFP

Stjórnvöld í Þýskalandi og Austurríki sögðu í dag að þau ættu í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að framlengja heimild til þess að halda áfram landamæraeftirliti gagnvart öðrum ríkjum sambandsins sem komið var á á síðasta ári.

„Ég get staðfest að við erum í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og samstarfsríki okkar í Evrópu í þessum efnum,“ er haft eftir Karl-Heinz Grundböck, talsmanni austurríska innanríkisráðuneytisins í frétt AFP. haft er eftir innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, að ríki ESB yrðu að geta haldið áfram að stjórna landamærum sínum.

„Jafnvel þó aðstæður á Balkanskaganum séu með rólegra móti um þessar mundir þá höfum við miklar áhyggjur af stöðu ytri landamæranna,“ sagði ráðherrann og vísaði til ytri landamæra Schengen-svæðisins sem Ísland er meðal annars aðili að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert