Ísraelar myrtu hann ekki

Frá útför Mustafa Amine Badreddine.
Frá útför Mustafa Amine Badreddine. AFP

Mustafa Amine Badreddine, herforingi skæruliðasamtakanna Hezbollah, lést í skotárás herskárra íslamista. Badreddine lést í gær en í fyrstu var því haldið fram að Ísraelsmenn bæru ábyrgð á árásinni, helstu óvinir samtakanna.

Talið er að hann hafi stjórnað öllum hernaðarlegum aðgerðum samktanna í Sýrlandi frá árinu 2011. Samtökin hafa sent mörg þúsund hermenn til landsins til að styðja forseta landsins.

Frétt mbl.is: Herforingi Hezbollah féll í Sýrlandi

Frá útför Mustafa Amine Badreddine.
Frá útför Mustafa Amine Badreddine. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert