Japönsk poppstjarna stungin ítrekað

Mayu Tomita var stungin ítrekað í háls og bringu
Mayu Tomita var stungin ítrekað í háls og bringu Af Twitter

Japönsk poppstjarna er alvarlega særð eftir að aðdáandi stakk hana ítrekað en hún hafði hafnað gjöf frá honum. Mayu Tomita var stungin ítrekað í háls og bringu á meðan hún beið þess að koma fram á litlum tónleikum í Koganei í Tókýó. Tomita er tvítug.

Að sögn lögreglu var 27 ára gamall maður, Tomohiro Iwazaki, handtekinn á staðnum með blóðugan hníf.

Er því haldið fram í japönskum miðlum að Iwazaki hafi stungið söngkonuna því hún skilaði gjöf sem hann sendi henni.

Tomita hafði nýlega tilkynnt til lögreglu að Iwazaki væri að hrella hana á netinu.

Frétt Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert