Skildu drenginn eftir í refsingarskyni

Wikipedia

Foreldrar sjö ára gamals japansks drengs, sem leitað hefur verið í fjalllendi á eyjunni Hokkaido frá því í gær, viðurkenndu í dag að hafa skilið drenginn eftir á svæðinu í refsingarskyni. Þeir höfðu áður sagt að þeir hefðu orðið viðskila við drenginn á gönguferð.

Fram kemur í frétt AFP að rúmlega 150 björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi leitað að drengnum, Yamato Tanooka, frá því í gær. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að foreldrarnir hafi viðurkennt að hafa skilið drenginn eftir í fjalllendinu í refsingarskyni. Þeir hafi að eigin sögn farið strax aftur til þess að leita hans en þá hvergi fundið hann.

Faðir drengsins sagði í samtali við japanska sjónvarpsstöð í dag að hann hefði ekki þorað að viðurkenna hvað hefði gerst þegar hann óskaði eftir aðstoð björgunarsveita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert