Opinbera gögn í yfirstandandi rannsóknum

Lögregla í Chicago hefur sætt gagnrýni vegna atvika þar sem …
Lögregla í Chicago hefur sætt gagnrýni vegna atvika þar sem lögreglumenn hafa skotið almenna borgara. AFP

Yfirvöld í Chicago birtu í dag myndbönd og annað efni úr rúmlega 100 yfirstandandi lögreglurannsóknum, en lögregluyfirvöld hafa átt undir högg að sækja vegna atvika þar sem lögregla hefur skotið almenna borgara.

Borgaryfirvöld segja efnið sem gert var opinbert gefa mynd af öllum yfirstandandi rannsóknum hjá Independent Police Review Authority (IPRA), eftirlitsstofnun sem rannsakar mál þar sem grunur leikur á vangá lögreglu.  

Sharon Fairley, yfirmaður IPRA, varaði hins vegar á fréttamannafundi í dag við að því að gögnin sem væru gerð opinber, innhéldu ekki endilega allar staðreyndir í hverju máli.

„Ég hvet ykkur til að hafa þetta í huga,“ sagði Fairley. Flest málanna voru merkt „hleypt af skotvopni“ sem vísar til þess að lögregla hafi skotið á einhvern.

Gögn í máli Pinex gerð opinber

IPRA hefur verið gagnrýnt fyrir að bregðast of hægt við ásökunum um lögregluofbeldi. Svo var einnig í máli  Laquan McDonald, 17 ára drengs sem var skotinn til bana af lögreglumanni sem nú hefur verið kærður fyrir morð. Í því máli var kæra ekki lögð fram fyrr en ári eftir að atburðurinn átti sér stað.

„Við erum öll sammála um að það skortir traust og aukið gagnsæi er nauðsynlegt til að endurbyggja það traust,“ sagði Fairley.

Mál Darius Pinex, sem var skotin til bana af tveimur lögreglumönnum sem töldu bíl hans tilheyra öðrum, er eitt þeirra mála þar sem gögn hafa verið opinberuð.

Fyrr á þessu ári þá sakaði alríkisdómari einn af lögfræðingum borgarinnar um að fela sönnunargögn í málinu, m.a. upptöku talstöð lögreglu sem er í mótsögn við útgáfu lögreglumannanna sjálfra af því hvað gerðist.

Annað myndband sýnir lögreglumann skjóta Ismael Jamisson sem stekkur á hann, ber að ofan. Jamison lifði byssuskotið, en var síðar dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að ráðast á strætóbílstjóra áður en lögreglumaðurinn kom á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert