Gæti ekki stöðvað rússneska árás

Bandaríski hershöfðinginn Ben Hodges.
Bandaríski hershöfðinginn Ben Hodges. AFP

Eins og staðan er í dag gæti NATO ekki varið Eystrasaltsríkin gegn rússneskri árás. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Ben Hodges, yfirmaður landhers Bandaríkjanna í Evrópu, í dag. Fjallað er um málið í frétt AFP.

„Rússland gæti hertekið Eystrasaltsríkin áður en við gætum komið þeim til hjálpar,“ er haft eftir Hodges í þýska vikuritinu Die Zeit. Sagðist hann sammála þeim sem hefu haldið því fram að Rússar gætu hertekið höfuðborgir Eistlands, Lettlands og Litháens á 36–60 klukkustundum.

Þá hefði NATO greint ýmsa galla á vörnum bandalagsins í nýlegri heræfingu þess í Póllandi. Ekki væri til að mynda mögulegt að flytja þungavopn nægjanlega hratt frá Vestur-Evrópu til austurhluta álfunnar. Þá lýsti hann áhyggjum af samskiptabúnaði NATO.

„Hvorki fjarskipti né tölvupóstsendingar eru öruggar. Ég reikna með að fylgst sé með öllu sem ég rita í Blackberry-símann minn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert