„Nei þýðir nei“ komið í lög í Þýskalandi

Þýska þingið samþykkti í dag ný lög um kynferðisbrot.
Þýska þingið samþykkti í dag ný lög um kynferðisbrot. AFP

Þýska þingið samþykkti í dag lög þar sem hugtakið nauðgun er skýrt nánar. Í nýju lögunum er skilgreint að „nei þýði nei,“ jafnvel þegar fórnarlambið berst ekki gegn nauðguninni. Gagnrýnendur eldri laganna hafa lengi sagt að lög um kynferðisofbeldi í Þýskalandi hafi verið úrelt og ekki fylgt þróun í öðrum þróuðum ríkjum. 

Frétt mbl.is: Af hverju vernda lögin gerendur

Umræða um þessi lög kom aftur upp eftir að tilkynnt var um fjölda kynferðisafbrota gegn konum í Köln á nýársnótt. 

Mikill meirihluti þingsins samþykkti nýju lögin og stóðu þingmenn upp og klöppuðu þegar ljóst var að þau yrðu samþykkt.

Í nýju lögunum er káf einnig skilgreint sem kynferðisafbrot, en með því er auðveldara að sækja til saka fyrir brot sem eiga sér stað í stórum hópum. Þá einfalda lögin einnig að innflytjendum sé vísað á brott úr landinu verði þeir fundnir sekir um kynferðisglæpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert