Sextán börn brunnu inni

Frá sjúkrahúsi í Madagaskar.
Frá sjúkrahúsi í Madagaskar. AFP

Sextán börn voru meðal þeirra 38 sem létust í eldsvoða í Madagaskar á laugardag. Verið var að halda innflutningsveislu í húsi með stráþaki er eldurinn braust út og fólkið brann inni.

Veislan var haldin í húsi í þorpinu Ambalavato. Fólkið gat ekki forðað sér út. Meðal þeirra sem lést var eigandi hússins og ættingjar og vinir hans. 

39 voru inni í húsinu er það kviknaði í því. Einn ungur drengur, fjórtán ára að aldri, náði að forða sér út um glugga. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá eldstæði sem notað var til að elda veislumatinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert