Presturinn var á níræðisaldri

Franskir lögreglumenn felldu gíslatökumennina.
Franskir lögreglumenn felldu gíslatökumennina. AFP

Presturinn sem var skorinn á háls í gíslatöku í kirkju í Frakklandi í morgun var 84 ára gamall og hét Jacques Hamel. Árásarmennirnir tveir voru felldir af lögreglu þegar þeir komu út úr kirkjunni sem stendur í bænum Saint-Etienne-du-Rouvray.

Fyrri frétt mbl.is: Gíslatökumennirnir látnir

Fyrri frétt mbl.is: Presturinn var skorinn á háls

Málið hefur vakið óhug í Frakklandi en aðeins eru tvær vikur síðan 84 létu lífið í Nice þegar maður ók vörubifreið viljandi inn í hóp fólks.

Þá hafa menn innan kaþólsku kirkjunnar fordæmt árásina harðlega, þar á meðal Frans páfi. Talsmaður Vatíkansins, Federico Lombardi, sagði í dag að páfinn væri miður sín vegna þessa fáránlega ofbeldis. Bætti hann við að árásin yllli „gríðarlegum sársauka og áhyggjum“.

Sagðist páfinn fordæma allar gerðir af hatri og sagðist misboðið yfir því að árásin var gerð inni á heilögum stað.

Kona sem starfar á snyrtistofu í bænum, Eulalie Garcia, sagðist í samtali við AFP hafa þekkt prestinn alla sína ævi. „Fjölskylda mín hefur búið hérna í 35 ár og við höfum alltaf þekkt hann,“ sagði Garcia. Sagði hún prestinn hafa verið dýrmætan samfélaginu, mjög háttvísan mann sem vildi ekki draga að sér athygli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert