Þrettán fórust í tvöfaldri sprengjuárás

Reykur rís til himins eftir sprengingarnar.
Reykur rís til himins eftir sprengingarnar. Skjáskot af Twitter

Að minnsta kosti þrettán létu lífið í tvöfaldri sjálfsmorðssprengingu í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Sprengjurnar sprungu nálægt bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalaginu, skammt frá alþjóðaflugvelli borgarinnar.

Sprengjurnar sprungu um klukkan 9 að staðartíma í morgun.

Fyrri frétt mbl.is: Sprengingar í Mogadishu

Hryðjuverkasamtökin Al-Shabaab lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu en þau starfa með Al-Qaeda.

Al-Shabaab hefur lýst yfir ábyrgð á fjölmörgum árásum í Sómalíu og Kenía síðustu misseri en markmið þeirra er að koma ríkisstjórn Sómalíu frá.

22.000 hermenn starfa í bækistöð Afríkubandalagsins í Mogadishu. Voru þeir sendir til Sómalíu árið 2007 til þess að berjast gegn Al-Shabaab.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert