Telja Danmörku í stríði við íslam

AFP

Þriðjungur Dana telur að Danmörk eigi í stríði við íslam samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Meirihlutinn, eða 56%, telur hins vegar að svo sé ekki.

Spurt var hvort viðmælendur væru sammála eða ósammála þeirri fullyrðingu að Danmörk, ásamt öðrum vestrænum ríkjum, ætti í stríði við trúarbrögðin íslam en ekki aðeins öfgafulla múslima.

Ellefu prósent sögðust hvorki sammála né ósammála fullyrðingunni en úrtakið var 1.045 manns. Danska sjónvarpsstöðin TV2 hefur eftir Jørgen Bæk Simonsen, sérfræðingi í íslam við Kaupmannahafnarháskóla, að niðurstöðurnar séu áhyggjuefni.

Þeir sem eru eldri en 70 ára og hafa lægri tekjur eru líklegri til þess að vera sammála fullyrðingunni sem og kjósendur Danska þjóðarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert