Hádramatík í Árbænum

Ómar Björn Stefánsson með boltann í kvöld.
Ómar Björn Stefánsson með boltann í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan gerði góða ferð í Árbæinn og vann sigur, 1:0, á Fylki í 4. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjarnan er nú með sex stig en Fylkir aðeins eitt. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. 

Þórður Gunnar Hafþórsson fékk gott færi til að skora fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu er hann slapp inn fyrir vörn Stjörnunnar en lagði boltann rétt framhjá. Reyndist það besta færi Fylkis í fyrri hálfleik.

Emil Atlason komst næst því að skora fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleiknum er hann negldi boltanum í stöngina úr aukaspyrnu rétt utan teigs.

Hvorugu liðinu tókst að skora í hálfleiknum og var staðan því 0:0 í leikhléi.

Liðunum tókst enn verr að skapa sér góð færi framan af í seinni hálfleik og höfðu markverðirnir lítið haft að gera þegar 70. mínútur voru komnar á klukkuna.

Guðmundur Tyrfingsson fékk dauðafæri til að skora sigurmark Fylkis á 85. mínútu er hann var með opið mark fyrir framan sig eftir sprett og sendingu frá Ómari Birni Stefánssyni en Árni Snær Ólafsson í marki Stjörnunnar varði glæsilega frá honum.

Það átti eftir að vera dýrkeypt, því varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmark Stjörnunnar í uppbótartíma eftir sendingu frá Óla Val Ómarssyni og þar við sat.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fylkir 0:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma. Nú fer hver að verða síðastur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert