Pokémon-þjálfari skotinn til bana

Fólk kemur víða saman til að spila Pokémon Go.
Fólk kemur víða saman til að spila Pokémon Go. AFP

Tvítugur karlmaður var skotinn til bana í almenningsgarði í San Francisco aðfaranótt sunnudags. Þangað var hann kominn til að spila tölvuleikinn Pokémon Go.

Maðurinn var á ferð ásamt félaga sínum er hann varð fyrir skoti. Fjölskylda hans segir að hann hafi einfaldlega verið á röngum stað á röngum tíma. Hann hafi ekki átt í neinum samskiptum við skotárásarmanninn fyrr en hann hleypti af. „Þetta var algjörlega tilhæfulaust,“ segja ættingjar mannsins í samtali við AP-fréttastofuna. 

Árásarmaðurinn lagði svo á flótta. Lögreglan hefur ekki enn fundið manninn. Óskað hefur verið eftir vitnum að árásinni en garðurinn er vinsæll samkomustaður fólks á kvöldin og um helgar. 

Frétt USAToday um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert