Segja Pistorius hafa skorið sig viljandi

Oscar Pistorius.
Oscar Pistorius. AFP

Suðurafríski hlauparinn Oscar Pistorius var fluttur á sjúkrahús um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í fangelsinu þar sem hann afplánar dóm vegna morðsins á kærustu sinni, Reevu Steenkamp.

Hann og fjölskylda hans neita því að hann hafi skaðað sig viljandi en suðurafríska blaðið City Press hefur eftir ónafngreindri heimild innan fangelsisins að hlauparinn hafi skorið sig viljandi á úlnlið og rakvélablöð hafi fundist í klefa hans. Þá hefur blaðið eftir öryggisverði í fangelsinu, sem er heldur ekki nafngreindur, að Pistorius hafi þurft á læknishjálp að halda vegna alvarlegra áverka.

Tvennum sögum fer af atvikum málsins hjá fjölskyldu Pistorius. Sjálfur segist hann hafa meiðst þegar hann féll úr rúmi sínu en bróðir hans, Carl, segir hann hafa runnið til í klefanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert