Áhlaup á dómstóla í Istanbul

AFP

Tyrkneska lögreglan gerði áhlaup á þrjá helstu dómstólana í Istanbul í morgun þar sem talið var að einhverjir þeirra rúmlega 170 saksóknara sem leitað er í tengslum við valdaránstilraunina í síðasta mánuði héldu sig. 

Fyrst var leitað í húsnæði helsta dómstóls borgarinnar, Cagalayan, og síðan í héraðsdómum í Gaziosmanpasa og Bakirkoy. Lögreglan var með handtökuskipun á hendur 173 saksóknurum og öðrum starfsmönnum dómstólanna samkvæmt frétt Dogan-fréttastofunnar.

Þeir eru sakaðir um að tengjast íslamska klerknum Fethullah Gülen sem stjórnvöld í Tyrklandi saka um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina gegn Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands, 15. júlí. Ekki hefur komið fram hversu margir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í morgun. Alls hafa 35 þúsund verið handteknir frá valdaránstilrauninni en 11.600 hafa þegar verið látnir lausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Armbönd
...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...