Rektorar reknir úr nóbelsnefndinni

Frá barkaígræðslunni umdeildu.
Frá barkaígræðslunni umdeildu. Ljósmynd/Karolinska Institut

Tveir fyrrverandi rektorar Karólínska háskólans í Stokkhólmi hafa verið leystir frá störfum í sænsku nóbelsnefndinni vegna tengsla þeirra við barkaígræðslu ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini, en hann fram­kvæmdi aðgerð þar sem plast­barki var grædd­ur í mann.

Sjá frétt mbl.is: Barkaígræðslulæknir rekinn

Thomas Perlmann, framkvæmdastjóri sænsku nóbelsnefndarinnar, tilkynnti brottrekstur fyrrverandi rektoranna tveggja í morgun, þeirra Harriet Wallberg, sem var rektor þegar Macchiarini var ráðinn til starfa, og Anders Hamsten sem sagði af sér sem rektor í febrúar á þessu ári vegna plastbarkamálsins. Fulltrúar Karólínska háskólans útnefna á hverju ári þá sem hljóta nóbelsverðlaunin í læknisfræði.

Í samtali við sænsku fréttastofuna TT sagði Perlmann að orðspor Hamsten og Walberg væri laskað og að skortur á trausti í þerra garð væri svo mikill að nefndin hefði ekki séð annan valkost en að óska eftir afsögn þeirra.

Í gær leystu sænsk stjórn­völd stjórn Karólínsku stofn­un­ar­inn­ar í Svíþjóð frá störf­um eft­ir að rann­sókn leiddi í ljós að hún hefði sýnt van­rækslu er hún réði skurðlækn­inn Paolo Macchi­ar­ini til starfa og leyfði hon­um að gera aðgerðir á sjúk­ling­um. Aðgerðin sem um ræðir vakti mikla at­hygli árið 2011 en í henni var plast­barki baðaður stofn­frum­um grædd­ur í Erít­re­umann­inn And­emariam T. Beyene sem var á þeim tíma nem­andi við Há­skóla Íslands og glímdi við ban­vænt krabba­mein í hálsi. Hann lést í kjöl­farið og hóf sak­sókn­ari í Svíþjóð rann­sókn á því máli vegna gruns um glæp­sam­lega van­rækslu eft­ir að einn sjúk­ling­ur til viðbót­ar lést. Macchiarini hef­ur neitað öll­um ásök­un­um þess efn­is.

Anders Hamsten.
Anders Hamsten. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert