133 látnir og 395 saknað

AFP

Hrikaleg flóð í landamærahéruðum Norður-Kóreu hafa kostað 133 lífið og er 395 saknað. Þúsundir hafa misst heimili sín, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.

Um 107 þúsund manns hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín á svæðinu sem liggur meðfram Tumen-fljóti, segir í tilkynningu frá SÞ en vísað er í upplýsingar frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

Þarlend yfirvöld segja flóðin við landamæri Kína og Rússland þau verstu í langan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert